Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 13:37 Rekstur Landsbankans gekk vel á seinasta ári. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. Hagnaður fyrir skatta árið 2021 var 36,5 milljarðar króna. Eigið fé nam 282,6 milljörðum króna í árslok 2021 og eiginfjárhlutfall bankans var 26,6%. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Landsbankans. Bankaráð mun leggja til að greiddur verði 14,4 milljarða króna arður til hluthafa vegna ársins 2021. Verði þessi tillaga samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013 til 2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. Bankaráð er jafnframt með til skoðunar að leggja til að greiddur verði út sérstakur arður á árinu 2022. Íslenska ríkið fer með 98,2% hlut í bankanum. Markaðshlutdeild aldrei verið hærri á einstaklingsmarkaði Að sögn Landsbankans er markaðshlutdeild hans á einstaklingsmarkaði nú 39,5% og hefur aldrei verið hærri. Hreinar þjónustutekjur jukust um 24% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum, og námu 9,5 milljörðum króna í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 39,0 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 38,1 milljarð króna árið á undan. Aðrar rekstrartekjur voru 13,9 milljarðar króna samanborið við neikvæðar rekstrartekjur upp á 7,5 milljarða króna á árinu 2020. Rekstrargjöld voru 25,9 milljarðar króna á árinu 2021 samanborið við 25,6 milljarða króna á árinu 2020. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,8 milljarðar króna, sem er sama fjárhæð og árið 2020. Annar rekstrarkostnaður var einnig óbreyttur frá fyrra ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Með of mikið eigið fé „Eins og uppgjörið ber með sér gekk rekstur Landsbankans vel á árinu 2021. Arðsemi bankans var 10,8% sem er í samræmi við okkar markmið og telst vera gríðarlega góður árangur, sérstaklega ef litið er til þess að bankinn býr yfir miklu eigin fé, eða um 283 milljörðum króna, og er eiginfjárhlutfallið töluvert umfram kröfur eftirlitsaðila. Tekjur hafa aukist en umbætur í rekstri hafa leitt til aukinnar skilvirkni og kostnaður hefur haldist stöðugur mörg undanfarin ár. Á árinu jukust þjónustutekjur töluvert umfram markmið, en sá árangur skýrist einna helst af auknum verðbréfaviðskiptum og góðum árangri í eignastýringu,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu frá bankanum. Að sögn Lilju veldur góð afkoma bankans því að töluvert svigrúm sé til að greiða út arð til hluthafa. Þá sé eigið fé talsvert umfram kröfur eftirlitsaðila og umfram það sem stjórnendur telji hæfilegt. „Við sjáum tækifæri til að bæta fjármagnsskipan bankans með því að lækka eigið fé með arðgreiðslum og stjórn bankans mun leggja fram tillögu til aðalfundar um greiðslu arðs sem nemur um helmingi hagnaðar ársins 2021.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Hagnaður fyrir skatta árið 2021 var 36,5 milljarðar króna. Eigið fé nam 282,6 milljörðum króna í árslok 2021 og eiginfjárhlutfall bankans var 26,6%. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Landsbankans. Bankaráð mun leggja til að greiddur verði 14,4 milljarða króna arður til hluthafa vegna ársins 2021. Verði þessi tillaga samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013 til 2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. Bankaráð er jafnframt með til skoðunar að leggja til að greiddur verði út sérstakur arður á árinu 2022. Íslenska ríkið fer með 98,2% hlut í bankanum. Markaðshlutdeild aldrei verið hærri á einstaklingsmarkaði Að sögn Landsbankans er markaðshlutdeild hans á einstaklingsmarkaði nú 39,5% og hefur aldrei verið hærri. Hreinar þjónustutekjur jukust um 24% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum, og námu 9,5 milljörðum króna í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 39,0 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 38,1 milljarð króna árið á undan. Aðrar rekstrartekjur voru 13,9 milljarðar króna samanborið við neikvæðar rekstrartekjur upp á 7,5 milljarða króna á árinu 2020. Rekstrargjöld voru 25,9 milljarðar króna á árinu 2021 samanborið við 25,6 milljarða króna á árinu 2020. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,8 milljarðar króna, sem er sama fjárhæð og árið 2020. Annar rekstrarkostnaður var einnig óbreyttur frá fyrra ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Með of mikið eigið fé „Eins og uppgjörið ber með sér gekk rekstur Landsbankans vel á árinu 2021. Arðsemi bankans var 10,8% sem er í samræmi við okkar markmið og telst vera gríðarlega góður árangur, sérstaklega ef litið er til þess að bankinn býr yfir miklu eigin fé, eða um 283 milljörðum króna, og er eiginfjárhlutfallið töluvert umfram kröfur eftirlitsaðila. Tekjur hafa aukist en umbætur í rekstri hafa leitt til aukinnar skilvirkni og kostnaður hefur haldist stöðugur mörg undanfarin ár. Á árinu jukust þjónustutekjur töluvert umfram markmið, en sá árangur skýrist einna helst af auknum verðbréfaviðskiptum og góðum árangri í eignastýringu,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu frá bankanum. Að sögn Lilju veldur góð afkoma bankans því að töluvert svigrúm sé til að greiða út arð til hluthafa. Þá sé eigið fé talsvert umfram kröfur eftirlitsaðila og umfram það sem stjórnendur telji hæfilegt. „Við sjáum tækifæri til að bæta fjármagnsskipan bankans með því að lækka eigið fé með arðgreiðslum og stjórn bankans mun leggja fram tillögu til aðalfundar um greiðslu arðs sem nemur um helmingi hagnaðar ársins 2021.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira