Viðskipti innlent

Ráðin sér­fræðingur í upp­lifun við­skipta­vina hjá Póstinum

Atli Ísleifsson skrifar
Auður Ösp Ólafsdóttir.
Auður Ösp Ólafsdóttir. Pósturinn

Auður Ösp Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum en hún sinnti áður stöðu vefstjóra fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Póstinum segir að Auður muni bera ábyrgð á samræmdri upplifun viðskiptavina og nálgun í gegnum sölu, þjónustu og markaðmál.

„Auður starfaði síðast hjá ferðaþjónustufyrirtækinu I Heart Reykjavík sem eigandi og framkvæmdastjóri. Þar áður var Auður sjálfstætt starfandi ráðgjafi í vef- og markaðsmálum auk þess að starfa sem vefstjóri hjá Bandalagi Íslenskra Farfugla. 

Auður er þessa dagana að skrifa lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu en umfjöllunarefni verkefnisins er staða omnichannel verslunar á íslenskum smásölumarkaði,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×