Frekari hækkun stýrivaxta byggir á hundalógik og er ranglát og siðlaus Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. febrúar 2022 08:15 Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun