Frekari hækkun stýrivaxta byggir á hundalógik og er ranglát og siðlaus Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. febrúar 2022 08:15 Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar