Skoðun

Bætt kjör fyrir bílstjóra og burt með vinnusvindl í ferðamennsku

Guðmundur J. Baldursson skrifar

Ágætu Eflinga félagar, þetta er fyrsta greinin sem ég skrifa um störfin í Eflingu. Fjallar hún um bílstjóra og tækjamenn. Og af hverju býð ég mig fram til formanns Eflingar? Jú til að hafa áhrif á framtið félagsmanna Eflingar. Bæði konur og karla. Til betra lífs á Íslandi. Frá því að ég tók sæti í stjórn Eflingar 2018 hefur verið gert margt gott fyrir Eflingarfélaga, en sumir hafa setið eftir eins og t.d. hópferðabilstjórar og tækjamenn. Það hafði samband við mig tækjamaður sem unnið hefur á allskonar vinnuvélum í tugi ára. Hann sagði við mig, Gummi ég er að hugsa um að fara að fylla á í Bónus á nóttinni, það eru miklu betri laun en á ýtunni! Með fullri virðingu fyrir fólki sem er að vinna í Bónus. Olíubílstjóri sagði við mig, vinkona min var að byrja að vinna sem sundlaugarvörður, hún var með hærri laun en ég eftir 6 ára starf sem olíubilstjóri! Aftur, með fullri virðingu fyrir starfi sundlaugarvarða.

Þetta er einmitt fólkið sem ég var að berjast fyrir en fékk enga áheyrn Sólveigar við, Solla settu í „dólg” um bílstjóra marg oft bað ég hana um það en aldrei varð hún við því!

Þess vegna ætla ég að berjast fyrir betri launum kvenna og karla

Svo allrar sanngirni sé mætt þá var erfitt að fá hópferðabilstjóra til að mæta á fundi m.a. vegna þess að menn voru í ferðum út um allt land.

Ég mun beita mér af mikilli hörku við að bæta kjör þessa starfstétta sem ég hef nefnt hér að ofan.

Einnig mun ég beita mér af hörku við að loka fyrir allt vinnusvindl í ferðaþjónustunni.

Höfundur er frambjóðandi til formanns Eflingar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×