Háskóli hluta Íslands Einar Freyr Elínarson skrifar 8. febrúar 2022 11:00 Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Byggðamál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar