Handbolti

Annika kveður Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Annika Friðheim Petersen reyndist Haukum afar vel.
Annika Friðheim Petersen reyndist Haukum afar vel. vísir/Hulda Margrét

Færeyski markvörðurinn Annika Friðheim Petersen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka. Hún hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nykøbing-Falster.

Annika kom til Hauka fyrir síðasta tímabil. Hún hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildarinnar síðan þá. Á þessu tímabili var hún með 34,3 prósent hlutfallsmarkvörslu í tólf leikjum í Olís-deildinni.

Annika hefur ekki leikið síðustu tvo leiki Hauka, gegn Aftureldingu og HK. Hún samdi við Nykøbing-Falster til 2024. Liðið er í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Margrét Einarsdóttir, sem Haukar fengu frá Val fyrir tímabilið, verður núna aðalmarkvörður liðsins.

Haukar eru í 3. sæti Olís-deildarinnar með sautján stig. Næsti leikur liðsins er gegn Fram á laugardaginn.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×