Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 10:11 Sumarhús seldust eins og heitar lummur á síðasta ári. Getty Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að metfjöldi kaupsamninga um sumarhús hafi verið undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 603 kaupsamningar um sumarhús voru undirritaðir á síðasta ári. Er það tvöföldun frá árinu 2019 þegar ríflega þrjú hundruð kaupsamningar voru undirritaðir. „Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi,“ segir í Hagsjánni. Hækkað umfram íbúðaverð á landsbyggðinni Nýjustu gögn sem fáanleg eru um verð sumarhúsa eru frá öðrum ársfjórðungi í fyrra þar sem meðalfermetraverðið reyndist vera 394.000 kr. Hefur það hækkað um 16 prósent frá öðrum ársfjórðungi árið á undan. Sé litið til þróunar síðustu fjögurra ársfjórðunga og tekin breyting milli ára sést að sumarhús hafa hækkað um fjórtán prósent milli ára samkvæmt nýjustu gögnum á sama tíma og íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðis hefur hækkað um átta prósent. „Markaðurinn með sumarhús er um margt áhugaverður og má segja að hann endurspegli að einhverju leyti ástandið í þjóðfélaginu. Mikil sala síðustu ár er að líkindum bein afleiðing af faraldrinum og því óljóst hvort sú þróun haldi áfram nú þegar vextir fara hækkandi og almennt hægir á eftirspurn. Það er líklegt að ferðalög aukist á ný, en þó má velta vöngum yfir því hvort aukin meðvitund almennings um loftslagsmál hvetji fólk til þess að verja sumrinu frekar innanlands í sumarhúsi en á erlendri grund með áframhaldandi eftirspurn eftir sumarhúsum,“ segir í Hagsjánni, sem lesa má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira