Í brýnni þörf er best að bíða! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. febrúar 2022 09:00 Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun