Á besta aldri í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. febrúar 2022 08:31 Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar