Boris Johnson og laun bankastjóra Landsbankans – Slæm fyrir stöðugleika Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2022 08:01 Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Bretland Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar