Viðskipti innlent

Huld óskaði eftir að láta af störfum

Eiður Þór Árnason skrifar
Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sjóðsins en Huld hefur starfað þar í fimm ár. Hún segist hafa ákveðið að fara á önnur mið eftir áhugaverðan og gefandi tíma.

„Ég er mjög þakklát fyrir tímann hjá sjóðnum og fyrir samstarfið við starfsmenn, stjórn, ráðuneyti og öflugu félögin í sterku eignasafni sjóðsins. Ég óska þeim öllum góðs gengis í framtíðinni og tel að framtíðin sé björt í íslensku nýsköpunarumhverfi,” segir Huld í tilkynningu.

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs, segir samstarfsfólk þakka henni fyrir gott samstarf.

„Það hefur verið sjóðnum mikill fengur að hafa notið starfskrafta hennar og hún mun aðstoða okkur næstu mánuði við yfirfærslu til nýs stjórnanda. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir samstarfið og óskum henni góðs gengis í nýjum verkefnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×