Skoðun

Víti til varnaðar

Hjalti Árnason skrifar

Nú er komið að bæjarstjórnarkosningum hér í Mosfellsbæ, mikilvægt er að þeir sem kjörnir verða séu hlutlausir og ekki fyrirfram bundnir af loforðum til vinstri og hægri. 

Ásgeir Sveinsson hefur óskað eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og hefur hann talað um forystuhlutverk sitt í lýðheilsumálum sem ástæðu þess að það ætti að kjósa hann. Hins vegar hefur hann leitt aðalstjórn Aftureldingar í óskiljanlega vegferð þar sem ákveðið hefur verið að binda endi á yiðkun frjálsra íþrótta í Mosfellsbæ og þar með eyðileggja hundruð milljóna fjárfestingu Mosfellinga í Varmárvelli.

Ennfremur hefur hann fyrir sitt leyti samþykkt tillögu aðalstjórnar Aftureldingar um að leggja niður bæði kraftlyftingar og ólympískar lyftingar í bæjarfélaginu, þar fyrir utan styður hann bréf sem stjórn Aftureldingar sendi bæjarstjórn þar sem farið er fram á að 25 ára aðgengi almennings að Íþróttamiðstöðinni að Varmá yrði lokið.

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir er hefur líka gefið kost á sér í 1. sæti og mun ég styðja hana þar sem hún er bæði kennari og lýðheilsufræðingur, gríðarleg reynsla hennar að skóla og lýðheilsumálum er mikilvæg fyrir Mosfellsbæ, síðast en ekki síst er hún skinnsöm og réttsýn manneskja.

Höfundur er framkvæmdastjóri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×