Saman sigrum við Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley skrifa 3. febrúar 2022 08:00 Félagsfólk í stéttarfélaginu okkar, Eflingu, hefur á einungis rúmum þremur árum vakið verkalýðsbaráttu láglaunafólks á Íslandi af löngum svefni. Verkföll á Íslandi höfðu áratugina á undan verið nær alfarið bundin við fámenna hópa millitekjufólks, svo sem heilbrigðisstéttir hjá ríkinu, flugstéttir og sjómenn. Í verkfallsaðgerðum Eflingar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum 2019-2020 gerðist það hins vegar í fyrsta sinn í lengri tíma að við, ófaglært verkafólk, samþykktum og tókum þátt í fjölmennum verkfallsaðgerðum. Verkfallsaðgerðir okkar voru erfiðar, en þær voru vel skipulagðar og kenndu okkur mikið. Þannig afsönnuðum við goðsögnina um að tími herskárrar verkalýðsbaráttu væri liðinn. Einnig köstuðum við goðsögnini um að verkafólk vildi ekki fara í verkföll út í hafsauga, eins og niðurstöður verkfallskosninga meðal félagsfólks staðfestu aftur og aftur. Það mikilvægasta af öllu var þó að við sýndum að barátta skilar árangri. Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki. Okkur hefur verið kennt að láta sérfræðinga sem nota orð eins og „svigrúm“ og „stöðugleiki“ sjá um að leysa málin fyrir okkur. Við Eflingarfélagar sönnuðum hins vegar að leiðin til árangurs er þveröfug: Hún er að taka málin í eigin hendur og virkja það vald sem við sjálf höfum sem vinnandi fólk. Þessi árangur náðist ekki aðeins vegna nýrrar forystu sem tók við í félaginu árið 2018. Árangurinn náðist líka vegna þess að stórir hópar félagsfólks voru tilbúnir að taka þátt. Við sjálf greiddum atkvæði í verkfallskosningum og vorum nær öll á einu máli. Við sjálf fylltum sali á fjöldafundum þar sem við sýndum mátt okkar og megin. Við sjálf vorum tilbúin að vera andlit okkar eigin baráttu í kynningarmyndböndum og á plakötum. Stærsti lærdómurinn af baráttu Eflingarfélaga síðan 2018 er þessi: Árangur í kjarabaráttu næst þegar félagsfólk sjálft er fjölmennt, stendur saman og þorir að stíga fram. Við viljum taka sæti í stjórn Eflingar til að standa vörð um þessi beittu og máttugu vopn. Reynslan hefur sýnt að þessi vopn skila okkur árangri og þau má aldrei taka af okkur. Þess vegna bjóðum okkur fram til stjórnar Eflingar með félögum okkar á B-listanum í komandi stjórnarkosningum. Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Félagsfólk í stéttarfélaginu okkar, Eflingu, hefur á einungis rúmum þremur árum vakið verkalýðsbaráttu láglaunafólks á Íslandi af löngum svefni. Verkföll á Íslandi höfðu áratugina á undan verið nær alfarið bundin við fámenna hópa millitekjufólks, svo sem heilbrigðisstéttir hjá ríkinu, flugstéttir og sjómenn. Í verkfallsaðgerðum Eflingar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum 2019-2020 gerðist það hins vegar í fyrsta sinn í lengri tíma að við, ófaglært verkafólk, samþykktum og tókum þátt í fjölmennum verkfallsaðgerðum. Verkfallsaðgerðir okkar voru erfiðar, en þær voru vel skipulagðar og kenndu okkur mikið. Þannig afsönnuðum við goðsögnina um að tími herskárrar verkalýðsbaráttu væri liðinn. Einnig köstuðum við goðsögnini um að verkafólk vildi ekki fara í verkföll út í hafsauga, eins og niðurstöður verkfallskosninga meðal félagsfólks staðfestu aftur og aftur. Það mikilvægasta af öllu var þó að við sýndum að barátta skilar árangri. Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki. Okkur hefur verið kennt að láta sérfræðinga sem nota orð eins og „svigrúm“ og „stöðugleiki“ sjá um að leysa málin fyrir okkur. Við Eflingarfélagar sönnuðum hins vegar að leiðin til árangurs er þveröfug: Hún er að taka málin í eigin hendur og virkja það vald sem við sjálf höfum sem vinnandi fólk. Þessi árangur náðist ekki aðeins vegna nýrrar forystu sem tók við í félaginu árið 2018. Árangurinn náðist líka vegna þess að stórir hópar félagsfólks voru tilbúnir að taka þátt. Við sjálf greiddum atkvæði í verkfallskosningum og vorum nær öll á einu máli. Við sjálf fylltum sali á fjöldafundum þar sem við sýndum mátt okkar og megin. Við sjálf vorum tilbúin að vera andlit okkar eigin baráttu í kynningarmyndböndum og á plakötum. Stærsti lærdómurinn af baráttu Eflingarfélaga síðan 2018 er þessi: Árangur í kjarabaráttu næst þegar félagsfólk sjálft er fjölmennt, stendur saman og þorir að stíga fram. Við viljum taka sæti í stjórn Eflingar til að standa vörð um þessi beittu og máttugu vopn. Reynslan hefur sýnt að þessi vopn skila okkur árangri og þau má aldrei taka af okkur. Þess vegna bjóðum okkur fram til stjórnar Eflingar með félögum okkar á B-listanum í komandi stjórnarkosningum. Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Eflingar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar