Stoð- og stuð í Reykjavík Rannveig Ernudóttir skrifar 2. febrúar 2022 17:00 Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Píratar Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun