Markmiðið er skýrt Almar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Þegar litið er yfir þennan tíma er augljóst að í öllum aðalatriðum hefur tekist vel að byggja bæinn okkar upp og hefur íbúum fjölgað um 14 þúsund. Forystufólk okkar í gegnum tíðina hefur þannig risið undir því trausti að þróa rekstur bæjarins í takt við þarfirnar og íbúar hafa í könnunum ítrekað staðfest ánægju sína með stöðuna. Garðabær í fremstu röð Garðabær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Ég tel að nokkrir samverkandi þættir skýri þá stöðu. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Ég er klár í slaginn! Þegar við lítum á stöðuna í dag og til framtíðar er ljóst að mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ og er fyrirsjáanlegt að hún haldi áfram á næstu árum. Við sem höfum haft lýðræðislegt umboð bæjarbúa verðum að fara vel með ábyrgðina sem því fylgir. Staðan er vissulega góð en það er alltaf verk að vinna. Það er okkar að varðveita og vinna með þau gildi sem hafa skapað það samfélag sem Garðabær er í dag. Það hefur skilað okkur farsæld og við þurfum áfram að sýna metnað í að byggja upp bæinn okkar. Markmiðið er skýrt - að Garðabær verði áfram í fremstu röð. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og lýsi mig þannig reiðubúinn í forystuhlutverk. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og eiginleika til þess að leiða sjálfstæðismenn inn í kosningar í vor þannig að samhent lið vinni þar sigur og endurnýi umboð sitt. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar