Bæjarstjóri Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun