Átta staðreyndir um leikskólana í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 31. janúar 2022 12:30 Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun