Vond staða hjá Dýraverndarsambandi Íslands Linda Karen Gunnarsdóttir og Rósa Líf Darradóttir skrifa 31. janúar 2022 07:01 Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Linda Karen Gunnarsdóttir Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun