Orkulaus orkuskipti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2022 09:02 Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Orkumál Viðreisn Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun