Körfubolti

CJ Burks farinn frá Keflavík og nýr Bandaríkjamaður mættur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
CJ Burks er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.
CJ Burks er ekki lengur leikmaður Keflavíkur. Bára Dröfn

Keflvíkingar hafa gert umtalsverða breytingu á leikmannahópi liðsins fyrir lokakaflann í Subway deildinni í körfubolta.

Í tilkynningu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir að félagið hafi ákveðið að segja upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn CJ Burks sem hefur verið í lykilhutverki í sóknarleik Keflavíkur en liðið trónir á toppi deildarinnar um þessar mundir.

Burks skoraði 16 stig að meðaltali í leik í þeim þrettán leikjum sem hann spilaði.

Keflvíkingar hafa þegar fundið arftaka Burks því Bandaríkjamaðurinn Mustapha Heron hefur samið við Keflavík.

Heron er 24 ára gamall skotbakvörður, 196 sentimetrar á hæð og lék síðast í Ungverjalandi en hefur einnig leikið á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.