Valdníðsla Áshildur Linnet, Bergur Brynjar Álfþórsson, Birgir Örn Ólafsson og Ingþór Guðmundsson skrifa 27. janúar 2022 20:27 Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Orkumál Suðurnesjalína 2 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun