Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 10:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörk í sigrinum glæsilega gegn Svartfjallalandi í gær. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk.
Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira