Laxeldisfyrirtæki á netaveiðum Elvar Örn Friðriksson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar