Handbolti

Dan­mörk er Ís­lands eina von eftir sigur Frakk­lands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var hart barist í kvöld.
Það var hart barist í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27.

Frakkar fengu góðar fréttir fyrir leik eftir að Króatía vann Ísland sem þýddi að sigur myndi lyfta Frakklandi upp í 2. sæti riðilsins og þar með gefa þeim möguleika á því að komast áfram í undanúrslit EM.

Frakkar láta ekki bjóða sér slík tækifæri tvívegis en leiknum lauk með níu marka sigri þeirra, lokatölur 36-27.

Mem Dika var markahæstur í liði Frakklands með sjö mörk. Milos Vujovic gerði slíkt hið sama í liði Svartfjallalands.

Sigur Frakklands þýðir að Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Danir vinni Frakka til að komast í undanúrslit mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×