Núna eða aldrei? Sabine Leskopf skrifar 22. janúar 2022 09:00 Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun