Núna eða aldrei? Sabine Leskopf skrifar 22. janúar 2022 09:00 Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun