Fjarðabyggð góður fjárfestingarkostur Ragnar Sigurðsson skrifar 21. janúar 2022 14:30 Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Ragnar Sigurðsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar