Sveitarfélögin og íbúalýðræði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 21. janúar 2022 14:01 Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar