Handbolti

„Við erum flottur hópur og mér fannst við bara komast nokkuð vel frá þessu í dag“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daníel Þór Ingason (fyrir miðju) segir að hann hafi haft gaman að því að taka þátt í sínum fyrsta alvöru landsleik þrátt fyrir tapið.
Daníel Þór Ingason (fyrir miðju) segir að hann hafi haft gaman að því að taka þátt í sínum fyrsta alvöru landsleik þrátt fyrir tapið. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Daníel Þór Ingason átti fína innkomu inn í íslenska landsliðið þegar bregðast þurfti við sex kórónuveirusmittilfellum í landsliðshópnum á EM, fyrir leikinn við Danmörku í kvöld.

„Mér líður bara fínt en auðvitað svekktur líka. Við spiluðum flottar mínútur í þessum leik þrátt fyrir að það hafi vantað lykilmenn,“ sagði Daníel Þór að leik loknum.

„Við erum flottur hópur og mér fannst við bara komast nokkuð vel frá þessu í dag.“

Eins og áður segir greindust sex kórónuveirusmit í íslenska hópnum í dag en Daníel segir það ekki hafa verið erfitt að tjasla hópnum saman fyrir leik kvöldsins.

„Við sem erum búnir að vera utan hóps erum búnir að vera með á öllum æfingum og öllum vídjófundum þannig að það var í rauninni ekkert erfitt sko.“

Þrátt fyrir tapið segir Daníel að lokum að það hafi alls ekki verið leiðinlegt að taka þátt í leiknum.

„Það var bara ótrúlega gaman. Mitt fyrsta Evrópumót og fyrsti leikurinn, fyrsta markið. Þannig að þetta var bara mjög gaman.“

„Þetta var bara ótrúlega gaman, það er það eina sem ég get sagt.“

Klippa: Daníel eftir leikinn við DaniFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.