Handbolti

Þjóðverjar draga sig ekki úr keppni þrátt fyrir öll smitin en óska eftir frestun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Gíslason hefur upplifað ýmislegt á löngum þjálfaraferli.
Alfreð Gíslason hefur upplifað ýmislegt á löngum þjálfaraferli. getty/Kolektiff Images

Þrátt fyrir að fjöldi leikmanna þýska handboltalandsliðsins hafi smitast af kórónuveirunni ætlar það ekki að draga sig úr keppni á EM.

Eftir mikil fundahöld var ákveðið að þýska liðið myndi halda áfram keppni á EM. Það hefur hins vegar óskað eftir því að leiknum gegn Spáni í milliriðli í dag verði frestað.

Alls hafa tólf leikmenn þýska liðsins smitast af veirunni og Alfreð Gíslason, þjálfari þess, hefur vart haft undan við að kalla nýja leikmenn inn í hópinn.

Af þeim átján leikmönnum sem Alfreð valdi í EM-hóp Þýskalands standa nú aðeins sjö eftir. Og hann hefur þurft að leita út fyrir stóra 35 manna hópinn sem hann valdi fyrir mótið.

Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á vann Þýskaland alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og hefur leik í milliriðli með tvö stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.