Körfubolti

Valencia kom til baka og landaði sigri í Grikk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin í leik kvöldsins.
Martin í leik kvöldsins. Twitter/@valenciabasket

Martin Hermannsson og félagar í Valencia komu til baka gegn Promitheas í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Valencia var fimm stigum undir fyrir síðasta fjórðung en sneri taflinu sér í hag og vann leikinn með þriggja stiga mun, 71-68.

Heimamenn í Promitheas eru á botni B-riðils og því var reiknað með sigri Valencia, allavegar fyrir leik. Grikkirnir voru þó ekki alveg á þeim buxunum og buðu upp á hörku leik. Valencia leiddi með einu stigi í hálfleik, staðan þá 35-36.

Heimamenn voru mun betri í þriðja leikhluta og voru fimm stigum yfir fyrir lokaleikhluta leiksins. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn og unnu á endanum þriggja stiga sigur, lokatölur 68-71.

Var þetta sjöundi sigur Valencia í tíu leikjum Evrópubikarnum. Liðið er sem stendur í 2. sæti B-riðils.

Martin skoraði sex stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst í sigri kvöldsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.