Handbolti

„Förum í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur elskar slaginu gegn Dönum.
Guðmundur elskar slaginu gegn Dönum. vísir/epa

„Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hlakka til,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari spenntur fyrir öðrum dansi gegn sínum gömlu lærisveinum frá Danmörku.

„Danir hafa verið í sérklassa og farið mjög auðveldlega í gegnum mótið til þessa. Þeir hafa líka getað skipt mikið og fá tveggja daga pásu fyrir leikinn en við aðeins einn. Það munar mikið um það.

„Við höfum verið í gríðarlega erfiðum leikjum sem hafa kostað mikla orku þannig að það er smá áhyggjuefni. Það þýðir ekkert að fást um það. Við vitum hvað þeir geta þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“

Eins og við mátti búast tala danskir fjölmiðlar mikið um tapið í Malmö fyrir tveimur árum síðan og þeir vilja hefnd núna.

„Þeir ætla örugglega að jafna sinn hlut. Við erum samt búnir að spila vel og engin ástæða til að við förum í felur. Við teljum okkur vera með gott plan gegn þeim og svo sjáum við hvernig gengur. Ég hef fulla trú,“ segir þjálfarinn og hann hefur nýtt leikinn frá því fyrir tveimur árum til þess að kveikja í strákunum.

„Nákvæmlega. Ég fór yfir þetta. Ég spurði strákana til hvers við værum komnir og hvert erum við komnir núna. Við þurfum að fylgja því eftir. Við höfum verið með svipað plan í eiginlega öllum leikjunum og ég sé ekki ástæðu til þess að breyta því núna.

„Auðvitað gætu þeir komið með einhvern nýjan varnarleik gegn okkur en við verðum undir það búnir. En ég hef fulla trú á þessu þó svo ég geri mér grein fyrir því að þeir séu sigurstranglegri enda frábært lið. Við ætlum samt að fara í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði.“

Klippa: Guðmundur ætlar sér stóra hluti

Tengdar fréttir

186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út

Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×