Djúpstæður vandi láglaunafólks Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 20. janúar 2022 08:01 Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun