Áburðarframleiðsla er ekkert grín Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 19:00 Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Landbúnaður Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar