Frelsi til ákvöðunar um eigið líf án þess að vera úthrópaður og dæmdur! Bergljót Davíðsdóttir skrifar 14. janúar 2022 15:31 Það er ömurlegt að fylgjast með umræðunni um covid á samfélagsmiðlum. Þar er fólki skipt niður og dæmt fyrir að vekja athygli á fréttum sem hugnast ekki þeim sem heyrist hæst í. Menn eru annað hvort já eða nei manneskjur. Í mínum huga er þetta ekki endilega spurningin um bóluefnið per se heldur heiftina, reiðina og einsleitu umræðuna. Sjálf er ég bólusett, en það breytir ekki því að ég gæti smitast án þess að vita af því og þar með smitað annað fólk. Ég gagnrýni þá meðferð sem þeir sem efast fá, en vilja vitneskju um neikvæð áhrif, en fá ekki þær upplýsingar í fjölmiðlum. Þeir sem, vilja vita meira en hafa ekki þekkingu til að rýna í tölur eða finna upplýsingar sem hægt er að treysta. Þeir eru úthrópaðir fyrir að tjá skoðanir sínar. Þess vegna er ég hrædd við þessu ofsafengnu viðbrögð og hvernig fólki er skipt í tvo flokka í þessari umræðu. Það er ekkert eðlilegt við þá miklu heift og þöggun sem einkennir þessa umræðu sem veldur skorti á vitrænum skoðanaskiptum. Það sem ég óttast enn frekar er persónufrelsi okkar. Það er hættulegt í okkar lýðræðis samfélagi að þegnarnir geti ekki valið hvort efni er sprautað í það eða ekki. Það samræmist ekki því sem við köllum frelsi einstaklings. Umræðan um ferðapassa annars vegar er einmitt það sem við ættum öll að óttast, því ef að það verður ofan á, þá er búið að hefta frelsi okkar til að fara úr landi. Hins vegar er það fréttir um að fyrirtæki íhugi að segja upp þeim starfsmönnum. sem, ekki geti framvísað sönnun þess að hafa verið bólusettir. Ég trúi ekki að fólk hugsi ekki um hvað þessi einsleita umræða getur leitt af sér. Ég man svo langt aftur að þau eru mörg dæmin um múgæsing, sem olli skaða, en þegar frá leið kom í ljós að meirihluti þeirra sem höfðu hátt, höfðu rangt fyrir sér. Þess vegna hvet ég fólk til úthrópa ekki þá sem vekja athygli á upplýsingum um neikvæð áhrif, heldur velta fyrir sér og mynda sér síðan eigin skoðun. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að fylgjast með umræðunni um covid á samfélagsmiðlum. Þar er fólki skipt niður og dæmt fyrir að vekja athygli á fréttum sem hugnast ekki þeim sem heyrist hæst í. Menn eru annað hvort já eða nei manneskjur. Í mínum huga er þetta ekki endilega spurningin um bóluefnið per se heldur heiftina, reiðina og einsleitu umræðuna. Sjálf er ég bólusett, en það breytir ekki því að ég gæti smitast án þess að vita af því og þar með smitað annað fólk. Ég gagnrýni þá meðferð sem þeir sem efast fá, en vilja vitneskju um neikvæð áhrif, en fá ekki þær upplýsingar í fjölmiðlum. Þeir sem, vilja vita meira en hafa ekki þekkingu til að rýna í tölur eða finna upplýsingar sem hægt er að treysta. Þeir eru úthrópaðir fyrir að tjá skoðanir sínar. Þess vegna er ég hrædd við þessu ofsafengnu viðbrögð og hvernig fólki er skipt í tvo flokka í þessari umræðu. Það er ekkert eðlilegt við þá miklu heift og þöggun sem einkennir þessa umræðu sem veldur skorti á vitrænum skoðanaskiptum. Það sem ég óttast enn frekar er persónufrelsi okkar. Það er hættulegt í okkar lýðræðis samfélagi að þegnarnir geti ekki valið hvort efni er sprautað í það eða ekki. Það samræmist ekki því sem við köllum frelsi einstaklings. Umræðan um ferðapassa annars vegar er einmitt það sem við ættum öll að óttast, því ef að það verður ofan á, þá er búið að hefta frelsi okkar til að fara úr landi. Hins vegar er það fréttir um að fyrirtæki íhugi að segja upp þeim starfsmönnum. sem, ekki geti framvísað sönnun þess að hafa verið bólusettir. Ég trúi ekki að fólk hugsi ekki um hvað þessi einsleita umræða getur leitt af sér. Ég man svo langt aftur að þau eru mörg dæmin um múgæsing, sem olli skaða, en þegar frá leið kom í ljós að meirihluti þeirra sem höfðu hátt, höfðu rangt fyrir sér. Þess vegna hvet ég fólk til úthrópa ekki þá sem vekja athygli á upplýsingum um neikvæð áhrif, heldur velta fyrir sér og mynda sér síðan eigin skoðun. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar