Viðskipti innlent

MS fækkar og skiptir út skeiðum í kjöl­far ó­á­nægju

Eiður Þór Árnason skrifar
MS hefur jafnvel auglýst rétta notkun skeiðarinnar til að reyna að draga úr óánægju neytenda. Leyndarmálið er að brjóta mjórri enda hennar saman áður en hún er notuð. 
MS hefur jafnvel auglýst rétta notkun skeiðarinnar til að reyna að draga úr óánægju neytenda. Leyndarmálið er að brjóta mjórri enda hennar saman áður en hún er notuð.  Vísir/Óttar

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að hætta að setja skeiðar og plastlok með vissum tegundum af skyri til að draga úr plast- og umbúðamagni. Þá verður skeiðum á öðrum vörum skipt út fyrir nýjar til að bregðast við óánægju viðskiptavina.

Aðdáendur KEA skyrs með ávöxtum í botni og Ísey skyrs með jarðarberjum eða bláberjum þurfa nú að venjast því að nota eigin skeið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja áhaldið af fleiri bragðtegundum en til stendur að skoða það betur síðar.

Þetta kemur fram í skriflegu svari MS við fyrirspurn Vísis. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem MS tók í notkun á seinasta ári. Breytingin kom í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld innleiddu tilskipun Evrópusambandsins um bann við sölu á ýmsum einnota vörum á plasti en þeirra á meðal eru sogrör og skeiðar.

Plastlokið hefur meðal annars fengið að fjúka af KEA skyri með jarðaberjum, mangó og skógarberjum í botni.Vísir

Guðný Steinsdóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri MS, segir að fyrirtækið hafi tekið eftir óánægju sumra neytenda með skeiðarnar og því lagt mikla vinnu í það að fá betri pappaskeiðar. Von sé á þeim á allra næstu vikum.


Tengdar fréttir

Ó­á­nægja með skeiðar og rör úr pappa

Nokkurrar ó­­á­­nægju virðist gæta meðal neyt­enda með nýjar pappa­­skeiðar og pappa­r­ör sem hafa komið í stað ein­­nota plastá­halda. Markaðs­­stjóri MS segir fleiri breytingar væntan­­legar á næstunni til að minnka plast í um­­búðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×