Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands Matthías Ólafsson skrifar 7. janúar 2022 15:30 Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar