Anti-vaxxerar og hjörðin Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun