Hættum að plástra brotna sál Bjarki Eiríksson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun