Leikjavísir

BR-veisla hjá Babe Patrol

Samúel Karl Ólason skrifar
BabePatrol

Það verður mikið um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Þær ætla bæði að spila Apex Legends og Call of Duty: Warzone en bæði eru svokallaðir Battle Royale-leikir þar sem þeir vinna sem standa síðastir eftir, eins og flestir vita eflaust.

Það má því segja að það verði nokkurs konar BR-veisla hjá stelpunum í kvöld.

Alma, Eva, Högna og Kamila og skipa Babe Patrol.

Útsending Babe Patrol hefst klukkan níu í kvöld og má fylgjast með henni á Twitchrás GameTíví, Stöð 2 eSport og hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.