Skoðun

Ætlum við að láta ríkis­stjórn út­gerðarinnar sví­virða okkur lengur með hand­stýrðu lágu gengi krónunnar?

Ólafur Örn Jónsson skrifar

Já við erum enn og aftur að fara inní kjörtímabil með ríkisstjórn af verstu gerð sem við höfum nokkru sinni séð. Ríkisstjórn sem leggst svo lágt að haga efnahagsmálum þannig að hygla útgerðunum sem eru varðar með EINOKUN með fölsuðuð lágu gengi krónunnar sem hófst 2014 og er búið að færa útgerðeunum sem eiga ríkisstjórnina hundruð milljarða í óáunninn tekjur á kostnað laun og lífeyrisþega svo ekki sé minnst á ríki og bæi.

Núna við áramót verðum við að skilja að ef við förum ekki á móti þessari handstýringu á verðgildi krónunnar útgerðunum í hag erum við að gjaldfella ekki bara lífeyrisþega sem eru í raun svívirtir með þessari endaleysu sem á alls ekki að eiga sér stað og er sannarlega kolólögleg heldur allt þjóðfélagið á sama tíma og við hyglum útgerðinni á fordæmalausan hátt. Sem dæmi er útgerðin núna ef gengi krónunnar verður ekki leiðrétt strax að taka 30 milljarða í óáunnar auknar tekjur á komandi loðnuvertíð alfarið á kostnað samfélagsins sem líður af fjárskorti eins og sést kannski best á heilbrigðis og vegakerfinu.

Ég fagna því að fleiri og fleiri eru að skilja hvílíkan fordæmalausan glæp er verið að fremja á þjóðinni með þessum uppkaupum á gjaldeyri og fölsun á gengi krónunnar. Nú þurfa þeir sem eru ekki að ná því hvað ég er að benda á að setja sig inní hvað á sér stað. Hvernig á fordæmalausan hátt Fjármálaráðherra sem gengur grímulaus erinda útgerðarmanna ( sem eiga Sjálfstæðisflokkinn ) hóf 2014 leynileg uppkaup á gjaldeyrir í óþökk samfélagsins í þeim eina tilgangi að viðhalda hrungróða útgerðarmanna. Á einhvern furðulegan hátt komust hann og hagfræðingar sem unnið höfðu fyrir útgerðarmenn innan Háskóla Íslands upp með að kaupa með þessum hætti upp gjaldeyrir og koma þannig í veg fyrir aukið fé í umferð í þjóðfélagi sem engdist eftir hrun og koma í veg fyrir réttilega hækkun á verðgildi krónunnar og aukinn kaupmátt launa og lífeyris svo ekki sé minnst á greiðlsugetu ríkis og bæja.

Á nýju ári verðum við að stöðva þessa viðbjóðslegu græðgi og yfirgang þeirra sem mest hafa og leiðrétta skiptingar kökunnar þar sem þegnar tekjuhæstu þjóðar veraldar eru hlunnfarnir af þeim er síst skyldi. “Óskabörnum þjóðarinnar“.

Gleðilegt nýtt baráttu ár þar sem við sköffum útgerðinni gengi/tekjur en ekki öfugt.

Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×