Ómar Ingi íþróttamaður ársins Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa 29. desember 2021 20:27 Þrjú efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2021: Kolbrún Þöll Þorradóttir, Ómar Ingi Magnússon og Kristín Þórhallsdóttir. Mummi Lú Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár.
Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira