Körfubolti

Tryggvi og félagar unnu öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza unnu öruggan sigur í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza unnu öruggan sigur í kvöld. KKÍ

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza unnu öruggan 18 stiga sigur er liðið tók á móti Baskonia í spænsku ACB deildinni í körfubolta í kvöld, 97-79.

Eftir nokkuð jafna byrjun náðu Tryggvi og félagar góðu forskoti um miðjan fyrsta leikhluta og fóru með 13 stiga forsytu inn í annan leikhlutann. Þeir bættu svo í í öðrum leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 52-26, Zaragoza í vil.

Þriðji leikhlutinn var svo nokkuð kaflaskiptur þar sem að tryggvi og félagar náðu tæplega 30 stiga forskoti eina stundina, en þá næstu voru gestirnir búnir að minnka muninn í minna en 20 stig. Heimamenn fóru inn í lokaleikhlutann með 20 stiga forskot, en staðan var 70-50.

Gestirnir náðu að saxa jafnt og þétt á forskot Tryggva og félaga í fjórða leikhluta og á tímabili var munurinn kominn niður í níu stig. Nær komust þeir þó ekki og Zaragoza vann að lokum öruggan 18 stiga sigur, 97-79.

Tryggvi skoraði fimm stig og tók átta fráköst yfir Zaragoza, en liði situr nú í 11. sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum stigum á eftir Baskonia sem situr í sjöunda sæti.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×