Körfubolti

Enn fleiri leikjum frestað í Subway-deildunum

Sindri Sverrisson skrifar
ÍR-ingar áttu að mæta Vestra í kvöld en þeim leik hefur nú verið frestað.
ÍR-ingar áttu að mæta Vestra í kvöld en þeim leik hefur nú verið frestað. vísir/bára

Mótanefnd KKÍ hefur neyðst til að fresta leikjum í Subway-deildum karla og kvenna í körfubolta.

Búið er að fresta leik ÍR og Vestra sem fram átti að fara í kvöld í Subway-deild karla. Áður hafði leik Vals og KR, og Tindastóls og Þórs Akureyri, verið frestað vegna kórónuveirusmita. Ætla má að veiran sé einnig ástæðan fyrir frestun leiks ÍR og Vestra en ástæðan er ekki gefin upp í tilkynningu KKÍ.

Leik Hauka og Breiðabliks í Subway-deild kvenna, sem fram átti að fara annað kvöld, hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma.

Því er aðeins einn leikur á dagskrá í kvöld þegar Stjarnan og Breiðablik mætast í Subway-deild karla, klukkan 18:15.

Á fimmtudagskvöld er svo tvíhöfði þegar Keflavík og Njarðvík mætast í báðum deildum. Fjölnir mætir Val í Subway-deild kvenna sama kvöld, að óbreyttu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.