Körfubolti

Gulltryggði sigur Utah eftir að hafa rifist við orðljótan stuðningsmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Clarkson fékk óblíðar móttökur í gömlu heimaborginni.
Jordan Clarkson fékk óblíðar móttökur í gömlu heimaborginni. getty/Ronald Cortes

Jordan Clarkson gulltryggði sigur Utah Jazz á San Antonio Spurs í NBA-deildinni eftir að hafa rifist við stuðningsmann San Antonio.

Clarkson varð pirraður þegar hann fékk ekki villu þegar hann taldi Doug McDermott hafa brotið á sér í stöðunni 80-94, Utah í vil, þegar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir tóku í kjölfarið leikhlé. Einn stuðningsmaður San Antonio nýtti tækifærið, stóð á fætur og öskraði á Clarkson.

Fyrst um sinn lét Clarkson fúkyrði stuðningsmenn sem vind um eyru þjóta. En svo var honum nóg boðið, gekk í átt að stuðningsmanninum og ætlaði að hjóla í hann. Samherjar hans og öryggisverðir gengu í milli og stuðningsmanninum var vísað út úr höllinni.

Atvikið truflaði Clarkson þó ekki meira en svo en að hann gulltryggði sigur Utah með því að setja niður tvö vítaskot undir lokin. Utah vann leikinn, 104-110, og hefur unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar.

Eftir leikinn sagði Clarkson að stuðningsmaðurinn hefði ögrað sér og farið yfir strikið en vildi ekki endurtaka það sem hann sagði við hann.

Clarkson, sem er frá San Antonio, skoraði 23 stig í heimaborginni. Hann er með 14,7 stig að meðaltali í leik í vetur. Clarkson, sem er 29 ára, var valinn besti sjötti leikmaður NBA á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 18,4 stig að meðaltali í leik.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA

Tengdar fréttir

Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin

Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.