Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2021 11:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur bent á að mikil forföll bitni verr á íslenska liðinu en mörgum keppinauta þess. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. „Við viljum alls ekki fá smit í hópinn. Þá getum við lent í miklum vandræðum,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Leikmennirnir tveir sem eru smitaðir ættu að vera klárir í slaginn þegar landsliðið kemur saman 2. janúar. Róbert og félagar hjá HSÍ leita nú leiða til að draga sem mest úr smithættu á meðan á undirbúningi fyrir EM stendur. Ljóst er að leikmenn fara í smitpróf að minnsta kosti annan hvern dag, nær allan janúarmánuð. Liðið hugsanlega í vinnustaðasóttkví „Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki þægileg tilfinning. Það eru rétt rúmar tvær vikur þar til að við förum til Ungverjalands [á EM] og við erum að skoða það núna hvernig við munum haga undirbúningnum hér heima. Við erum að skoða hvort við eigum hreinlega að fara með liðið í vinnustaðasóttkví. Loka það að sem mestu inni. Við æfum 2.-11. janúar hér heima og ástandið hér heima fer náttúrulega versnandi eins og alþjóð veit, svo það er smá stress núna yfir því hvernig við eigum að standa að þessu,“ segir Róbert við íþróttadeild. Klippa: Róbert um smithættu í undirbúningi EM Við árlegan undirbúning sinn fyrir stórmót hafa íslensku landsliðsmennirnir ekki verið á hóteli þegar þeir dvelja hér á landi, heldur í eigin húsnæði eða hjá sinni fjölskyldu. Nú er til skoðunar að HSÍ komi hópnum fyrir á hóteli, í vinnustaðasóttkví eins og fyrr segir. „Það er eitt af því sem við verðum að skoða. Við sjáum bara hvað hefur gerst hjá Frökkum þar sem níu leikmenn eru smitaðir, og þeir eiga að byrja að æfa í dag [í gær]. Því nær móti sem leikmenn smitast því erfiðara verður að manna hreinlega liðið.“ Smitpróf að minnsta kosti annan hvern dag Leikmenn, þjálfarar, Róbert og aðrir sem að íslenska landsliðinu koma þurfa að fara í fjölmörg smitpróf næsta mánuðinn, í von um að hugsanlegt smit breiðist ekki út. „Við byrjum allir á prófi þegar við komum saman og förum líklegast í fjögur PCR-próf hér heima, fyrir 11. janúar, og á meðan á EM stendur er að lágmarki prófað annan hvern dag. Það má því reikna með að frá því að við hittumst og út janúar verði menn í prófum annan hvern dag,“ segir Róbert. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfari Portúgals upplifir martröð Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að leikmenn liðsins haldist heilir fram yfir EM í janúar. Hjá Portúgal, fyrsta mótherja Íslands, hafa sterkir hlekkir dottið út. 27. desember 2021 13:32 Enn ófremdarástand í danska handboltanum vegna veirunnar Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á leiki íslensku landsliðsmannanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aðeins einn af sjö leikjum dagsins er enn á dagskrá. 27. desember 2021 12:30 Átta í franska EM-hópnum með veiruna Kórónuveiran hefur heldur betur sett strik í undirbúning franska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna. 27. desember 2021 09:31 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
„Við viljum alls ekki fá smit í hópinn. Þá getum við lent í miklum vandræðum,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Leikmennirnir tveir sem eru smitaðir ættu að vera klárir í slaginn þegar landsliðið kemur saman 2. janúar. Róbert og félagar hjá HSÍ leita nú leiða til að draga sem mest úr smithættu á meðan á undirbúningi fyrir EM stendur. Ljóst er að leikmenn fara í smitpróf að minnsta kosti annan hvern dag, nær allan janúarmánuð. Liðið hugsanlega í vinnustaðasóttkví „Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki þægileg tilfinning. Það eru rétt rúmar tvær vikur þar til að við förum til Ungverjalands [á EM] og við erum að skoða það núna hvernig við munum haga undirbúningnum hér heima. Við erum að skoða hvort við eigum hreinlega að fara með liðið í vinnustaðasóttkví. Loka það að sem mestu inni. Við æfum 2.-11. janúar hér heima og ástandið hér heima fer náttúrulega versnandi eins og alþjóð veit, svo það er smá stress núna yfir því hvernig við eigum að standa að þessu,“ segir Róbert við íþróttadeild. Klippa: Róbert um smithættu í undirbúningi EM Við árlegan undirbúning sinn fyrir stórmót hafa íslensku landsliðsmennirnir ekki verið á hóteli þegar þeir dvelja hér á landi, heldur í eigin húsnæði eða hjá sinni fjölskyldu. Nú er til skoðunar að HSÍ komi hópnum fyrir á hóteli, í vinnustaðasóttkví eins og fyrr segir. „Það er eitt af því sem við verðum að skoða. Við sjáum bara hvað hefur gerst hjá Frökkum þar sem níu leikmenn eru smitaðir, og þeir eiga að byrja að æfa í dag [í gær]. Því nær móti sem leikmenn smitast því erfiðara verður að manna hreinlega liðið.“ Smitpróf að minnsta kosti annan hvern dag Leikmenn, þjálfarar, Róbert og aðrir sem að íslenska landsliðinu koma þurfa að fara í fjölmörg smitpróf næsta mánuðinn, í von um að hugsanlegt smit breiðist ekki út. „Við byrjum allir á prófi þegar við komum saman og förum líklegast í fjögur PCR-próf hér heima, fyrir 11. janúar, og á meðan á EM stendur er að lágmarki prófað annan hvern dag. Það má því reikna með að frá því að við hittumst og út janúar verði menn í prófum annan hvern dag,“ segir Róbert.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfari Portúgals upplifir martröð Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að leikmenn liðsins haldist heilir fram yfir EM í janúar. Hjá Portúgal, fyrsta mótherja Íslands, hafa sterkir hlekkir dottið út. 27. desember 2021 13:32 Enn ófremdarástand í danska handboltanum vegna veirunnar Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á leiki íslensku landsliðsmannanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aðeins einn af sjö leikjum dagsins er enn á dagskrá. 27. desember 2021 12:30 Átta í franska EM-hópnum með veiruna Kórónuveiran hefur heldur betur sett strik í undirbúning franska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna. 27. desember 2021 09:31 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Þjálfari Portúgals upplifir martröð Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að leikmenn liðsins haldist heilir fram yfir EM í janúar. Hjá Portúgal, fyrsta mótherja Íslands, hafa sterkir hlekkir dottið út. 27. desember 2021 13:32
Enn ófremdarástand í danska handboltanum vegna veirunnar Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á leiki íslensku landsliðsmannanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aðeins einn af sjö leikjum dagsins er enn á dagskrá. 27. desember 2021 12:30
Átta í franska EM-hópnum með veiruna Kórónuveiran hefur heldur betur sett strik í undirbúning franska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna. 27. desember 2021 09:31
Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31
Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00
Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti