Hvað gerðist á jóladag? Eva Hauksdóttir skrifar 26. desember 2021 17:01 Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef og María þurfa því að ferðast til Betlehem til að láta skrásetja sig. Þar sem ekki er pláss fyrir þau í gistihúsi hafast þau við í fjárhúsi og þar verður María léttari. Engill birtist hirðum úti í haga og segir þeim að frelsari sé fæddur í líki reifabarns í jötu og þeir fara og segja Jósef og Maríu frá sýninni. Þrír vitringar (eða konungar) koma úr austri og fylgja stjörnu hins nýfædda konungs sem staðnæmist yfir fjárhúsinu. Þeir færa barninu gjafir; gull, reykelsi og myrru. Þetta á, samkvæmt helgisögunni sem við öll þekkjum, að hafa gerst á jólanótt. Helgisagan og guðspjöllin Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist. Hvorki Lúkas né Matteus halda því fram að Jesús hafi fæðst í desember. Hvorugur þeirra minnist á konunga en samkvæmt Wikipedíu er líklegast að konungahugmyndin sé frá Jesaja spámanni (vers 60:6). Það er ekki ljóst af íslensku þýðingunni að þar sé átt við konunga en hvaðan sem konungarnir eru upprunnir er það allavega ekki úr guðspjöllum Nýja testamentisins. Matteus minnist heldur ekkert á það hversu margir vitringarnir voru. Mögulega hafa menn ályktað það út frá þremur tegundum gjafa. Ekkert mælir þó gegn því að margir hafi mætt með samskonar gjöf eða að þeir hafi slegið saman. Líklegasta skýringin á fjölda vitringa er sú að þrír er heilög tala og því viðeigandi að hafa vitringana þrjá. Helgisagan sambrædda er betri en frásagnir guðspjallamannanna. Bæði fyllri og fegurri og meiri ævintýraljómi yfir henni. En hvað svo? Framhaldið er ekki sérlega jólalegt. Flóttabarn frá fyrsta degi Það er nokkuð óljóst hvenær vitringarnir eiga að hafa komið til Betlehem. Matteus er ekki skýr um það hvort barnið var fætt þegar þeir komu til Jerúsalem en þeir áttu fyrst fund með Heródesi svo það virðist eðlilegri túlkun að barnið hafi þá þegar verið fætt. Matteus segir semsagt ekki að vitringarnir hafi komið á jólanótt. Frásögn Matteusar gefur þó til kynna að það geti ekki hafa liðið mjög langur tími frá fæðingu Jesú og fram að heimsókn vitringanna. Hvorttveggja er talað um hinn "nýfædda konung" en auk þess voru Jósef og María enn stödd í Betlehem og þau geta varla hafa verið mánuðum saman frá heimili sínu í Nasaret. Matteus heldur því svo að fram að daginn eftir að vitringarnir kvöddu hafi Jósef og María flúið til Egyptalands. Engill mun hafa vitrast Jósef í draumi og sagt honum frá áformum Heródesar um að drepa barnið. Jesús litli hefur því varla verið laus við naflastúfinn þegar hann og foreldrar hans urðu flóttamenn. Myndin er eftir Eugène Girardet (1853-1907) . Sá hluti jólasögunnar sem greinir frá flóttanum til Egyptalands er ekki nærri eins jólalegur og fjárhúss-senan með barninu í jötunni. Ef við tökum mið af helgisögunni, sem gerir ráð fyrir komu vitringanna til Betlehem strax á jólanótt, þá varð Jesúbarnið flóttamaður strax á fyrsta degi líf síns, á jóladag. Æ síðan hafa kristnir menn, rétt eins og flestir aðrir, hrakið frá sér flóttamenn eða svipt þá frelsi sínu. Það sem máli skiptir Helgisögur eru ekki sagnfræði. Dregið hefur verið í efa að nokkurt manntal hafi verið tekið í Júdeu á þessum tíma. Enn ósennilegra er að það hafi verið gert með þeim hálfvitalega hætti að senda heimsbyggðina alla á ferðalag. Líklega þjónaði það að staðsetja Jósef og Maríu í Betlehem þeim tilgangi að rekja ætt Jesú til Davíðs konungs. Sennilega voru Jósef og María ekki að leita að hóteli. Líklegra er að sagan af fæðingu í fjárhúsi vísi til þess að íbúðarhúsnæði og gripahús voru samtengd og ekki tiltökumál þótt fólk svæfi í sama rými og búfénaður ef "gistihúsið" (þ.e. svefnherbergið) var fullt. Ekkert sérstakt bendir til að þessir atburðir hafi átt sér stað í desember, ef á annað borð er flugufótur fyrir þeim. Kannski var aldrei neitt barn lagt í jötu. Það skiptir ekki öllu hvort gestirnir bönkuðu upp á á jólanótt eða síðar. Það skiptir ekki máli hvort meintir atburðir urðu í desember eða hvort hátíð er haldin í desember til minningar um eitthvað sem gæti hafa gerst í ágúst eða maí. Það skiptir heldur ekki máli hvort fjölskyldan hraktist á flótta á jóladag eða á þrettándandum. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort sagan er sprottin af raunverulegum atburðum eða ekki. En það skiptir máli að milljónir manna sem trúa því að frelsari þeirra hafi fyrstu æviár sín alist upp á flótta frá ofsóknum telji sig ekki hafa skyldur við fólk sem neyðist til að flýja heimkynni sín. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Jól Flóttamenn Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Sjá meira
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef og María þurfa því að ferðast til Betlehem til að láta skrásetja sig. Þar sem ekki er pláss fyrir þau í gistihúsi hafast þau við í fjárhúsi og þar verður María léttari. Engill birtist hirðum úti í haga og segir þeim að frelsari sé fæddur í líki reifabarns í jötu og þeir fara og segja Jósef og Maríu frá sýninni. Þrír vitringar (eða konungar) koma úr austri og fylgja stjörnu hins nýfædda konungs sem staðnæmist yfir fjárhúsinu. Þeir færa barninu gjafir; gull, reykelsi og myrru. Þetta á, samkvæmt helgisögunni sem við öll þekkjum, að hafa gerst á jólanótt. Helgisagan og guðspjöllin Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist. Hvorki Lúkas né Matteus halda því fram að Jesús hafi fæðst í desember. Hvorugur þeirra minnist á konunga en samkvæmt Wikipedíu er líklegast að konungahugmyndin sé frá Jesaja spámanni (vers 60:6). Það er ekki ljóst af íslensku þýðingunni að þar sé átt við konunga en hvaðan sem konungarnir eru upprunnir er það allavega ekki úr guðspjöllum Nýja testamentisins. Matteus minnist heldur ekkert á það hversu margir vitringarnir voru. Mögulega hafa menn ályktað það út frá þremur tegundum gjafa. Ekkert mælir þó gegn því að margir hafi mætt með samskonar gjöf eða að þeir hafi slegið saman. Líklegasta skýringin á fjölda vitringa er sú að þrír er heilög tala og því viðeigandi að hafa vitringana þrjá. Helgisagan sambrædda er betri en frásagnir guðspjallamannanna. Bæði fyllri og fegurri og meiri ævintýraljómi yfir henni. En hvað svo? Framhaldið er ekki sérlega jólalegt. Flóttabarn frá fyrsta degi Það er nokkuð óljóst hvenær vitringarnir eiga að hafa komið til Betlehem. Matteus er ekki skýr um það hvort barnið var fætt þegar þeir komu til Jerúsalem en þeir áttu fyrst fund með Heródesi svo það virðist eðlilegri túlkun að barnið hafi þá þegar verið fætt. Matteus segir semsagt ekki að vitringarnir hafi komið á jólanótt. Frásögn Matteusar gefur þó til kynna að það geti ekki hafa liðið mjög langur tími frá fæðingu Jesú og fram að heimsókn vitringanna. Hvorttveggja er talað um hinn "nýfædda konung" en auk þess voru Jósef og María enn stödd í Betlehem og þau geta varla hafa verið mánuðum saman frá heimili sínu í Nasaret. Matteus heldur því svo að fram að daginn eftir að vitringarnir kvöddu hafi Jósef og María flúið til Egyptalands. Engill mun hafa vitrast Jósef í draumi og sagt honum frá áformum Heródesar um að drepa barnið. Jesús litli hefur því varla verið laus við naflastúfinn þegar hann og foreldrar hans urðu flóttamenn. Myndin er eftir Eugène Girardet (1853-1907) . Sá hluti jólasögunnar sem greinir frá flóttanum til Egyptalands er ekki nærri eins jólalegur og fjárhúss-senan með barninu í jötunni. Ef við tökum mið af helgisögunni, sem gerir ráð fyrir komu vitringanna til Betlehem strax á jólanótt, þá varð Jesúbarnið flóttamaður strax á fyrsta degi líf síns, á jóladag. Æ síðan hafa kristnir menn, rétt eins og flestir aðrir, hrakið frá sér flóttamenn eða svipt þá frelsi sínu. Það sem máli skiptir Helgisögur eru ekki sagnfræði. Dregið hefur verið í efa að nokkurt manntal hafi verið tekið í Júdeu á þessum tíma. Enn ósennilegra er að það hafi verið gert með þeim hálfvitalega hætti að senda heimsbyggðina alla á ferðalag. Líklega þjónaði það að staðsetja Jósef og Maríu í Betlehem þeim tilgangi að rekja ætt Jesú til Davíðs konungs. Sennilega voru Jósef og María ekki að leita að hóteli. Líklegra er að sagan af fæðingu í fjárhúsi vísi til þess að íbúðarhúsnæði og gripahús voru samtengd og ekki tiltökumál þótt fólk svæfi í sama rými og búfénaður ef "gistihúsið" (þ.e. svefnherbergið) var fullt. Ekkert sérstakt bendir til að þessir atburðir hafi átt sér stað í desember, ef á annað borð er flugufótur fyrir þeim. Kannski var aldrei neitt barn lagt í jötu. Það skiptir ekki öllu hvort gestirnir bönkuðu upp á á jólanótt eða síðar. Það skiptir ekki máli hvort meintir atburðir urðu í desember eða hvort hátíð er haldin í desember til minningar um eitthvað sem gæti hafa gerst í ágúst eða maí. Það skiptir heldur ekki máli hvort fjölskyldan hraktist á flótta á jóladag eða á þrettándandum. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort sagan er sprottin af raunverulegum atburðum eða ekki. En það skiptir máli að milljónir manna sem trúa því að frelsari þeirra hafi fyrstu æviár sín alist upp á flótta frá ofsóknum telji sig ekki hafa skyldur við fólk sem neyðist til að flýja heimkynni sín. Höfundur er lögmaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun