Karlmenn sem elska konur Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 23. desember 2021 23:00 Virðing, ást, traust, vinátta, frelsi, samvinna, öryggi og væntumþykja er það sem skapar gott samband og það er það sem bæði karlmenn og konur vilja í samböndum. Karlmenn vilja veita konum það því karlmenn elska konur alveg eins og konur elska karlmenn. Þegar ég var að alast upp horfði ég upp á ást og elsku foreldra minna og geri það ennþá. Þau hafa verið saman í 38 ár og faðir minn elskar móður mína enn þann dag í dag eins og frá fyrstu sýn og kemur fram við hana af ást og virðingu. Eins er það með móður mína gagnvart föður mínum. Sönn ást. Ég ólst upp með fjölskyldu með stórt hjarta, ást og væntumþykju og ég erfði það frá bæði foreldrum mínum og stórfjölskyldunni, stórt hjarta og mikla ást til að gefa. Ég fékk gott og fallegt uppeldi. Flestir karlmenn sem ég þekki elska konur og koma rétt fram við þær af ást og virðingu. Auðvitað verða erfiðleikar í samböndum fólks en ef fólk elskar hvort annað þá leysast þau mál. Það er að segja ef sú ást er beggja megin og andleg heilsa einstaklingana í lagi. Ég þekki af eigin raun ást, alvöru ást og ég elska konur og ber virðingu fyrir þeim. Ef við tölum um ofbeldi þá eru ekki allar konur sem beita ofbeldi og heldur ekki allir karlmenn. Og á lífsleiðinni hef ég séð að þessir einstaklingar sem beita ofbeldi eru í minnihluta hvort sem þær eru konur eða karlmenn. Mér finnst gott að sjá bæði karlmenn og konur standa upp fyrir sjálfum sér þegar þau að hafa orðið fyrir ofbeldi. En við verðum að passa að það sé gert á bæði réttan og réttmætan hátt fyrir báða aðila og það er í gegnum réttarkerfið sem byrjar með ákæru hjá lögreglunni. Þegar konur og karlmenn hafa farið í gegnum erfitt samband að hluta til og annar aðilinn heldur fast í gremju og reiði í kannski mörg ár og fer að tjá sig opinberlega á samfélagsmiðlum getur byrjað stríð á milli aðila sem er hvorki gott fyrir báða aðila né börnin þeirra ef þau eiga börn. Börnin eldast og munu á endanum sjá stríðið á milli mömmu og pabba og það getur haft gríðarleg neikvæð sálræn áhrif á börnin. Og svona stríð á netinu þjónar engum tilgangi og skilur ekkert eftir sig nema meiri særindi og tilgangslaust stríð og engin fær lokun á málið né frið í sálartetrið sitt. Þeir karlmenn sem ég þekki elska konur. En til eru menn sem deila ekki svipuðum tilfinningum né viðhorfum og þeir eru veikir. Og þetta á líka við um konur, því miður. Mér finnst frábært að sjá jafnrétti kynjanna aukast og sjá starfsbreytingar hjá kynjunum í þjóðfélaginu. Karlmenn eru til að mynda byrjaðir að starfa sem hjúkrunarfræðingar og önnur störf sem talin voru kvenleg. Konur sem læknar, þingmenn eða sjómenn svo eitthvað sé nefnt. Þjóðfélagið okkar er að breytast hratt á jákvæðan hátt fyrir konur og karlmenn á öllum vígstöðvum svo ég tali nú ekki um stjórnmálin og skiptingu þingmanna þegar kemur að kynjunum. Ég sé virðingu og jafnrétti. En eins og ég segi: Virðing, ást, traust, vinátta, frelsi, samvinna, öryggi og væntumþykja er það sem skapar gott samband og karlmenn vilja veita konum það. Því karlmenn elska konur. Við verðum að hætta að beina fingrum að hvort öðru og dæma hvort annað. Að sjálfsögðu eru til erfið sambönd en það þarf tvo til í erfiðum samböndum. Og að sjálfsögðu eru til ofbeldissambönd þar sem annaðhvort konan eða maðurinn er alfarið gerandinn. Því miður þá er það til. En við verðum að hætta að gerast dómarar á almennum vettvangi. Við höfum réttarkerfi. Við getum öll gert betur, bæði konur og karlmenn. Sleppum að beita ofbeldi á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar og vinnum saman að betra og fallegra samfélagi. Gerum þetta saman með heilbrigðri umræðu sem særir ekki né meiðir og lítum öll í eigin barm. Karlmenn elska konur. Og veistu hvað? Konur elska karlmenn. Takk fyrir að lesa og gleðilega hátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Virðing, ást, traust, vinátta, frelsi, samvinna, öryggi og væntumþykja er það sem skapar gott samband og það er það sem bæði karlmenn og konur vilja í samböndum. Karlmenn vilja veita konum það því karlmenn elska konur alveg eins og konur elska karlmenn. Þegar ég var að alast upp horfði ég upp á ást og elsku foreldra minna og geri það ennþá. Þau hafa verið saman í 38 ár og faðir minn elskar móður mína enn þann dag í dag eins og frá fyrstu sýn og kemur fram við hana af ást og virðingu. Eins er það með móður mína gagnvart föður mínum. Sönn ást. Ég ólst upp með fjölskyldu með stórt hjarta, ást og væntumþykju og ég erfði það frá bæði foreldrum mínum og stórfjölskyldunni, stórt hjarta og mikla ást til að gefa. Ég fékk gott og fallegt uppeldi. Flestir karlmenn sem ég þekki elska konur og koma rétt fram við þær af ást og virðingu. Auðvitað verða erfiðleikar í samböndum fólks en ef fólk elskar hvort annað þá leysast þau mál. Það er að segja ef sú ást er beggja megin og andleg heilsa einstaklingana í lagi. Ég þekki af eigin raun ást, alvöru ást og ég elska konur og ber virðingu fyrir þeim. Ef við tölum um ofbeldi þá eru ekki allar konur sem beita ofbeldi og heldur ekki allir karlmenn. Og á lífsleiðinni hef ég séð að þessir einstaklingar sem beita ofbeldi eru í minnihluta hvort sem þær eru konur eða karlmenn. Mér finnst gott að sjá bæði karlmenn og konur standa upp fyrir sjálfum sér þegar þau að hafa orðið fyrir ofbeldi. En við verðum að passa að það sé gert á bæði réttan og réttmætan hátt fyrir báða aðila og það er í gegnum réttarkerfið sem byrjar með ákæru hjá lögreglunni. Þegar konur og karlmenn hafa farið í gegnum erfitt samband að hluta til og annar aðilinn heldur fast í gremju og reiði í kannski mörg ár og fer að tjá sig opinberlega á samfélagsmiðlum getur byrjað stríð á milli aðila sem er hvorki gott fyrir báða aðila né börnin þeirra ef þau eiga börn. Börnin eldast og munu á endanum sjá stríðið á milli mömmu og pabba og það getur haft gríðarleg neikvæð sálræn áhrif á börnin. Og svona stríð á netinu þjónar engum tilgangi og skilur ekkert eftir sig nema meiri særindi og tilgangslaust stríð og engin fær lokun á málið né frið í sálartetrið sitt. Þeir karlmenn sem ég þekki elska konur. En til eru menn sem deila ekki svipuðum tilfinningum né viðhorfum og þeir eru veikir. Og þetta á líka við um konur, því miður. Mér finnst frábært að sjá jafnrétti kynjanna aukast og sjá starfsbreytingar hjá kynjunum í þjóðfélaginu. Karlmenn eru til að mynda byrjaðir að starfa sem hjúkrunarfræðingar og önnur störf sem talin voru kvenleg. Konur sem læknar, þingmenn eða sjómenn svo eitthvað sé nefnt. Þjóðfélagið okkar er að breytast hratt á jákvæðan hátt fyrir konur og karlmenn á öllum vígstöðvum svo ég tali nú ekki um stjórnmálin og skiptingu þingmanna þegar kemur að kynjunum. Ég sé virðingu og jafnrétti. En eins og ég segi: Virðing, ást, traust, vinátta, frelsi, samvinna, öryggi og væntumþykja er það sem skapar gott samband og karlmenn vilja veita konum það. Því karlmenn elska konur. Við verðum að hætta að beina fingrum að hvort öðru og dæma hvort annað. Að sjálfsögðu eru til erfið sambönd en það þarf tvo til í erfiðum samböndum. Og að sjálfsögðu eru til ofbeldissambönd þar sem annaðhvort konan eða maðurinn er alfarið gerandinn. Því miður þá er það til. En við verðum að hætta að gerast dómarar á almennum vettvangi. Við höfum réttarkerfi. Við getum öll gert betur, bæði konur og karlmenn. Sleppum að beita ofbeldi á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar og vinnum saman að betra og fallegra samfélagi. Gerum þetta saman með heilbrigðri umræðu sem særir ekki né meiðir og lítum öll í eigin barm. Karlmenn elska konur. Og veistu hvað? Konur elska karlmenn. Takk fyrir að lesa og gleðilega hátíð!
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun