Safn Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsið – Takk Una Dóra! Ellen Calmon skrifar 13. desember 2021 18:01 Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Myndlist Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun