„Okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 20:27 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis. Bára Dröfn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, var sársvekkt eftir eins stigs tap gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins í kvöld, 89-88, eftir framlengdan leik. „Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Fjölnir Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Fjölnir Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira