Handbolti

Danir og Spánverjar flugu inn í átta liða úrslitin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danska liðið er á leið í átta liða úrslit Heimsmeistaramótsins í handbolta.
Danska liðið er á leið í átta liða úrslit Heimsmeistaramótsins í handbolta. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Danir og Spánverjar unnu leiki sína er seinustut tveir leikir dagsins fóru fram á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Danir unnu öruggann 15 marka sigur gegn Tékkum og Spánverjar unnu fjögurra marka sigur gegn Króötum.

Tékkar byrjuðu af mklumkrafti gegn steku liði Dana og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Dönsku stelpurnar voru hins vegar fljótar að snúa leiknum sér í hag og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-9.

Dabska liðið tók svo öll völd í seinni hálfleik og vann að lokum afar sannfærandi 15 marka sigur, 29-14.

Þá höfðu Spánverjar yfirhöndina gegn Króötum allan leikinn, ef frá eru taldar fyrstu mínúturnar þar sem liðin skiptust á að skora.

Spænska liðið fór með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, en í seinni hálfleik náði liðið mest átta marka forystu. Króatar skoruðu seinustu fjögur mörk leiksins og því varð niðurstaðan fjögurra marka sigur Spánverja, 27-23.

Bæði Spánverjar og Danir eru því búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins, en bæði lið sitja á toppi síns riðils með fullt hús stiga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.